140 - Mín huggun og von

Mín huggun og von
ert hafinn, Guðs son,
föður hægri til handar.
Frelsið er unnið,
fórnarblóð runnið.
Lofi allt þig, hvað andar.

Á himni' er mín von,
þú hæsti Guðs son,
Föður blessunar biður
börnunum hræddum.
Bræðrunum mæddum
Svölun sendir þú niður.

Mín huggun og von,
Guðs himneski son,
Vér þín væntum í skýjum.
Löng er oss biðin,
Leið oss í friðinn,
Upp ljúk, á vér nú knýjum.


Höfundur lags: Þjóðlag frá Sikiley
Höfundur texta: Stefán Thorarensen

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila