6 - Ég vil ljóða um Drottin

Ég vil ljóða‘ um Drottin meðan lifi,
lofsyng Guði meðan ég er til,
og með lofsöng líka héðan fara,
loks er endar jarðneskt tímabil.
Ég vil þakkir Guð þúsund færa,
þakka fyrir líf og hverja gjöf.
Þann vill Drottinn aga, sem hann elskar,
eilíf sólin ljómar bak við gröf.

Ég vil leggja allt í Herrans hendur,
hann til lífs er eini vegurinn,
og með kærleiksraustu safnar saman
sínum börnum góði hirðirinn.
Láttu, Drottinn, tungu mína túlka
traustið sem í hjarta mínu býr,
og þá miklu sælu‘ og sigurgleði,
er syndari frá villu‘ og hroka snýr.

Láttu Drottinn, orð mín elsku þína
opinbera hvar í heimi‘ eg fer.
Jesús, þú með kvöl og dauða‘ á krossi
keyptir líf og eilíft frelsi mér.
Látum hljóma sönginn, systur, bræður,
syngjum Drottni, meðan hjartað slær,
lof og þakkir, kveðjum heimsins hylli,
hún er tál, er enga gleði ljær.


Höfundur lags: O. Ahnfelt
Höfundur texta: Hugrún

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila