64 - Þú, hæsti Guð

Ó, Drottinn, Guð, er skoða'eg sköpun þína
frá skýjum hálofts niðrí regindjúp.
Þá fyllir undrun voldug verund mína
og vefur af mér skynleysisins hjúp.

Þá stígur lofgjörð himinhátt í söng
þér hæsti Guð, þér hæsti Guð.
Þá stígur lofgjörð himinhátt í söng
þér hæsti Guð, þér hæsti Guð.


Þá stari'eg upp á stjarnaveldið háa,
er stefnir vítt um endalausan geim,
og skoða norðurljósaleiftrið fráa,
er litaskrúði vefur norðurheim.

Er liljur smáar lyfta krónum sínum
og loftin fylla anganþýðum blæ,
hillir upp fyrir hugarsjónum mínum
þá himindýrð, sem túlkað ei ég fæ.

Þegar þú, Drottinn, kóngur konunganna
kemur í dýrð við uppheims lúður hljóm,
þá grípur lotning vitund mennskra manna
við mikilleik og helgan guðadóm.


Höfundur lags: S. K. Hine
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila