131 - Uppi' á hæðinni miku

Uppi' á hæðinni miklu stóð heilagur kross,
sem er hæddur af þúsundum enn.
Sjá ég elska þann kross, þar sem fórnin var færð,
sem að frelsaði synduga menn.

Ég vil taka' á mig krossberans kvöl.
Ég vil krjúpa og biðja um grið,
svo ég hljóti hinn eilífa auð,
svo ég öðlist þann himneska frið.


Hann er litaður blóði hins lifanda Guðs,
og hann ljómar af fegurð og skín,
því hann minnir á Krist, sem var krossfestur þar,
sem að kvaldist og dó vegna mín.

Ég hef heitið að taka' á mig krossberans kvöl,
og sú köllun er fögur og glæst.
Er ég smáður af öðrum til Golgata geng,
er ég Guði og himninum næst.


Höfundur lags: G. Bennard
Höfundur texta: Davíð Stefánsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila