130 - Varstu þar?

Varstu þar, er þeir deyddu Drottinn minn?
Varstu þar, er þeir deyddu Drottinn minn?
Ó, ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar, er þeir deyddu Drottinn minn?

Sástu' ann negldan á krossins kalda tré?
Sástu' ann negldan á krossins kalda tré?
Ó, ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Sástu' ann negldan á krossins kalda tré?

Varstu þar, er þeir lögðu’ ann lágt í gröf?
Varstu þar, er þeir lögðu’ ann lágt í gröf?
Ó, ó, hve mig sorgin náköld nístir, nístir, nístir.
Varstu þar, er þeir lögðu’ ann lágt í gröf?


Höfundur lags: Negrasálmur
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila