126 - Hinn saklausi talinn er sekur

Hinn saklausi talinn er sekur,
að sekir við refsingur sleppi,
og frelsarinn fjötra'á sig tekur,
að fjötraðir lausnina hreppi.

Hinn réttláti Guðs son er grátinn,
að gleðivon heimsins börn eigi
og konungur lífsins er látinn,
að lifa'hinir dauðlegu megi.

Hví dó hann? Svo spillingin deyði.
Hvað drýgði' hann? Hann friðþægja vildi.
Hvað veldur? Guðs réttláta reiði.
Hvað ræður? Guðs eilífa mildi.

Það boða Guðs almættisundur,
sjá, öll skelfur jörðin og nötrar,
þá hrökkva sem hörkveikur sundur
þeir hörðustu sterkustu fjötrar.

Þeir hörðustu hamrarnir klofna,
Hins helgasta fortjöldin rifna,
Og gamlar þá grafirnar rofna
Og gengnir til moldar upp lifna.

Ó, klofin mér helbjarg af hjarta,
og himinsins fortjaldið rifni,
ó, rofni Guðs reiðiský svarta,
og rósir úr gröfunum lifna.


Höfundur lags: Klug
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila