125 - Gakk þú með í grasgarðinn

Gakk þú með í grasgarðinn,
gæt að Jesú ströngu þrautum,
leiðarvísir það sé þinn
þröngum lífs á harmabrautum.
Bið í auðmýkt eins og hann
allra meina græðarann.

Gakk þú með til Gabbata,
Guðs son dóm þar varð að líða.
Auðmýkt Jesú íhuga,
er þér heimsins dómar svíða.
Umber hógvær eins og hann,
aðkast heimsins, spott og bann.

Gakk þú með til Golgata,
Guðs son lít þar sjálfan deyja.
Andlát hans þér afmála,
er þú dauðans stríð skalt heyja.
Lær að andast eins og hann,
er í dauða sigur vann.

Gakk þá með til grafar hans,
gleymd er nótt, er rennur dagur.
Yfir legstað lausnarans
ljómar morgunroði fagur.
Guð vill aftur, eins og hann,
upp þig vekja dýrðlegan.


Höfundur lags: J. P. E. Hartmann
Höfundur texta: Valdimar Briem

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila