123 - Dauðinn dó, en lífið lifir

Dauðinn dó, en lífið lifir,
lífs og friðar sólin skær
ljómar dauðadölum yfir,
dauðinn oss ei grandað fær,
lífið sanna sálum manna
sigurskjöld mót dauða ljær.

Kóngur lífs á krossi deyddur
krónu lífs mér bjó hjá sér,
dapur nú er dauði neyddur
dýrðarlíf að færa mér.
Þótt hann æði, þótt hann hræði,
það ei framar skaðvænt er.

Hann, sem reis með dýrð frá dauða,
duft upp lætur rísa mitt,
leyst úr fornum fjötrum nauða,
fyrir blóðið helga sitt.
Hold og andi lífs á landi
lífgjafara sinn fá hitt.

Jesús minn, sem dauðann deyddir,
deyja gef mér eins og þú,
og við þig, í ljós er leiddir
lífið, æ að halda trú.
Lát mig þreyja þér og deyja,
þrá mín heit og bæn er sú.


Höfundur lags: J. Neander
Höfundur texta: Helgi Hálfdánarson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila