118 - Í ljóssins alfagra

Í ljóssins alfagra unaðsheim
hann átti hástól sinn.
Þar alvaldur, réttlátur, raunafrjáls
hann ríkti fullkominn.

Frá sinni geislandi guðadýrð
gekk hann, og þjánarstig
fetaði heimsins fórnarlamb,
því frelsa hann vildi mig.


Hið dýpsta lifenda leyndarmál
er líf hans, dauði' og kross,
þá grafar sigur og gangan heim.
Það gerðist allt fyrir oss.

Ó, hvernig get ég nú þakkað þér,
sem þannig bjóst mér leið
að endurheimta mitt himinland
og hefjast til lífs frá deyð?


Höfundur lags: Höf. ókunnur
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila