103 - Kóngar þrír

Kóngar þrír úr austurátt
Eðalgjafir færa um nátt.
Hæðum, ökrum, fjöllum fylgja,
fylgja stjörnu þrátt.

Ó undrastjarna‘, á himni há,
hæstu geimum komin frá.
Vestur leiðir, ljóma breiðir.
Ljósið sanna lát oss sjá.


Kónginn hæða‘, eg kom og fann,
krýna gulli vil ég hann.
Konungs valdi‘, um aldir alda
yfir oss drottna kann.

Reykelsi ég reiði hér.
Rétta það guðdóminum ber.
Lofsöngsbænir, mannkyn mænir,
meistari, eftir þér.

Beisk er myrru minnar gjöf,
markar lífs þíns rauna tröf.
Sorgir nauða, dreyra dauða,
kaldra kletta gröf.


Höfundur lags: J. H. Hopkins
Höfundur texta: Jón Hj. Jónsson

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila