101 - Jólanótt

Halda vörð í haga
hirðar yfir nótt.
Ljós um bláinn braga,
blærinn andar rótt.
Fjarri feigð og voða
friðsæl blundar hjörð.
Englar bjartir boða
blessun yfir jörð.

Frelsarinn er fæddur,
Fagnar Davíðs borg.
Kóngur reifum klæddur
kvaddi burtu sorg.
Værð hinn unga vefur,
vaggan þó sér hörð.
Friðarfursinn sefur
friður Guðs á jörð.


Höfundur lags: Salómon Heiðar
Höfundur texta: Höf. ókunnur

Hefur þú athugasemdir eða tillögur? Sendu okkur póst hér!

© 2020-2024 Kirkja sjöunda dags aðventista
Höfundarréttur texta í eigu viðeigandi höfunda og útgáfuaðila